föstudagur, júlí 18, 2008

Jámarr

Það er meira en mánuður síðan ég bloggaði síðast. Ég man eftir þegar ég bloggaði alltaf á hverjum einasta degi og kom alltaf með "quote of the day" hahahah. Og gerði svona tíuþúsund broskalla, upphrópunarmerki og spurningamerki. Oj bara.

Í dag er átjándi júlí, sem er fáránlegt því þetta sumar er búið að vera alltof fljótt að líða. En upp að þessu hefur sumarið verið alveg hreint unaðslegt og það er frábært að eiga helgarnar fríar, Fráábært.

23. maí var Dimmisjó dagurinn og við í 4.A útbjuggum frábæra Wizard Of Oz búninga. Við keyrðum um bæinn, hentum karamellum til fólks og skemmtum okkur vel.

Ég og Erla með Gaypride fánann.

Wizard of Oz.

13. júní fór útskriftarárgangurinn 2008 MA í útilegu í Ásbyrgi. Það var svakalega skemmtileg ferð, mikill bjór, mikið drama og það var vakað langt fram eftir nóttu. Við fengum frábært veður og allir voru glaðir og sætir.

Lopapeysur og gaman.

Árni og Erla, sætubollur.

17. júní útskrifaðist ég úr Menntaskólanum á Akureyri. Sá hátíðardagur var einn mesti gleði- og sorgardagur sem ég hef upplifað. Mikið rosalega á ég eftir að sakna þess að labba niður í Kvos klukkan átta fimmtán að morgni, grútmygluð og fúl yfir að það sé miðvikudagur. Ég á eftir að sakna þess að dansa með Katrínu í Kvosinni þegar við nennum ekki að læra í ferðamálafræði. Ég á eftir að sakna allra skemmtilegu kvöldvakanna, Gettu Betur keppnanna, Söngkeppninnar, öllum MA-partýunum...Æj.

Ég og Hemmi, sæt og prúð á sautjándanum.

Helgina 4.-6. júlí var bærinn stútfullur af fjölskyldufólki og brjáluðum fótboltapollum að keppa á Essomótinu (N1 er það víst núna). Ég flúði þetta brjálæði og keyrði til Stykkishólms að hitta Hermuz. Á föstudagskvöldið grillaði Hermann lunda og ég borðaði það með bestu lyst. Við fórum með vinafólki í "miðbæinn" og ég skemmti mér bara svakalega vel. Um hádegisbil daginn eftir fórum við út í Þorvaldsey þar sem Hemmi og fjölskylda hans eiga lítið hús. Það var rosalega notalegur dagur, mér hefur ekki liðið svona vel og afslappað í marga mánuði. Þarna voru þrír yfirgefnir gæsarungar sem ég klappaði og hnoðaðist með allan daginn. Ég sakna þeirra svo. Ég fór í kræklingatínslu með mömmu hans Hemma, pabba og systur og það var ekkert smá gaman. Við fundum nokkra krabba sem ég vildi endilega taka með upp að húsi og geyma í fötu. Við fórum einnig út á sjó að veiða og ég veiddi helling, enga rauðsprettu samt. Ég smakkaði krækling sem var nú bara ekki alslæmur, hann er bestur á hvítu brauði með kokteilsósu. Án spaugs! Til að summa þetta saman: ógleymanleg helgi. Stykkishólmur er svo sannarlega staðurinn.

Fíni kvöldverðurinn. Hemmi grillaði, ég bjó til sósuna.

Fimmtíuþúsundmilljón bjórum síðar.

Húsið fína í Þorvaldsey.

Ég og Georg gæs.

Georg finnst ofsa gott að kúra.

Við spiluðum Yatzi og Hemmi var sætur með fokkjúputtann.

Adidas, sæti bollukisinn hans Hemma...sem er samt ekkert svo mikil bolla, bara pínu.

Fliiipp.

Appelsínuguli vitinn og Stykkishólmur.

Helgina 11-12. júlí kom Hermez og Örri í heimsókn til Akureyrar. Á föstudagskvöldið var einnig Sumargleði hjá framkvæmdamiðstöðinni og það var heilmikið partý...og heilmikill bjór. Kvöldið fór í heilmikið djamm með skemmtilegu fólki. Á laugardeginum héldum við í Mývatnssveit með tjaldvagn. Ég, Hemmi, Fúsi, Siggi, Alda og Örvar. Það var ein svakalega skemmtileg ferð og það hefði náttúrlega verið best að taka heila helgi í þetta. Við fórum á Úlfalda úr Mýflugu sem er rokkuð rokkhátíð í Mývó. Við drukkum og rokkuðum alla nóttina, nema ég, sem sofnaði um tvöleytið. Enda búin að vera dugleg að hömpast á Öldu og flassa alla nema Örvar. Á sunnudaginn fórum við í sundlaugina hennar Öldu, sem var hot 'n steamy og eftir það fengum við okkur sveittar Hveralokur (sem eru geðveikt góðar lokur í Hveravöllum). Sum up = FKN awesome helgi.

Föngulegur og fkn góður hópur.

Já. Núna er róleg helgi (18. -20. júlí) fyrir mig, þó ég væri alveg afskaplega mikið til í að vera á Lunga eins og allir aðrir í heiminum. Ég er mikið búin að vera að hugsa út í framtíðina og ég er ekki frá því að ég sé búin að ákveða hvað ég ætla að gera eftir áramót. Í augnablikinu er ég að leita mér að vinnu fyrir veturinn en ég ætla að vinna fram að áramótum og svo skella mér til Ítalíu í 1-1 og 1/2 mánuð. Þar fer ég á ítölsku og matreiðslu/vín námskeið og kynnist fólki og ítalskri mennningu.

Framundan er margt skemmtilegt.
-Verslunarmannahelgin 1.-4. ágúst
-Fiskidagurinn mikli 8.-10. ágúst
-Danskir dagar á Stykkishólmi 15.-17. ágúst
-Tveggja vikna frí, afslöppun á Stykkishólmi

Þetta er búið að vera rokkað sumar upp að þessu og það er fkn mikið rokk eftir.

Fkn rokk og ról people.

|