miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Tippsdjamm





Hahahah. Svo hresst, svo ótrúlega hresst.

Keflavík um helgina, jíhú. Fyrsta og ábyggilega eina fjölskylduhelgin í sumar, ég hlakka til.

...

Mig langar í mitt eigið nafnspjald með upplyftum, silfruðum stöfum og plastið harðplastað. Where might one find one?

Ég gat ekki klárað hvítan Brynjuís í brauði í kvöld. Hvað er það nú?

|

laugardagur, ágúst 26, 2006

Slovakian vacation

Bedre sent men aldrig.

Fimmtudagur 29. júní (Skrifað á tilfinningaþrungnum tíma)
Flugvellir...djöfulsins hitasvitakompur. Hvað með að fjárfesta í loftkælingu og kannski sjónvarpi með einhverju öðru en Arrivals/Departures svo hægt sé að drepa þessa sex klukkustunda bið? Það ríkir ögn kvíði og angist fyrir þessu öllu saman en...þetta verður ágætt. Það eru 15 mínútur í brottför cirka, ég hata að fljúga.

Föstudagur 30. júní
Þetta var löng og þreytt ferð. Allt í allt held ég að hún hafi tekið 9 og hálfa klst. Við erum þá komnar til Slóvakíu, Piestany. Hérna er ógeðslega heitt og ógeðslega sveitt. Fólkið er dónalegt og satt best að segja langar mig bara heim. Kvöldmaturinn var hræðilegur, eða tjahh, ekkert spes. Svo fórum við á Pizzastað fyrr um daginn og ég bað um pizzu m/pepperoni (sem NB var á matseðlinum undir "Pepperonipizza"). En hvað fæ ég á borðið? Nú, pizzu með jalapeno og chillí. Ég veit ekki hvaða illa manni datt þetta í hug en allavega kallaði ég á gengilbeinuna (sem kunnji ekki stakt orð í ensku) og sagði að ég hefði pantað pepperoni pizzu. Hún sagði: "Yes, this is féférony" Þá er pepperoni sumsé í skilningi Slóvakíumanna chillí og jalapenjo. Ég borðaði einn munnbita af þessari pizzu og það lá við að ég myndi æla eldi.
Hápunktur þessa dags sem var frekar mislukkaður var þegar það byrjaði að hellidemba innum loftgluggann okkar. Við rukum út (ég, Ingibjörg og Eyrún) í rigninguna og var þetta guðdómlegt - að fá að kæla sig niður eftir þennan heita dag.
Ég er afskaplega þreytt og mig langar helst að fara að sofa...klukkan er 19:28. ( Ég sofnaði þremur mínútum síðar eftir að hafa skrifað þetta, án gríns).

Laugardagur 1. júlí
Við vöknuðum um ellefuleytið, eftir rúmlega 14 tíma svefn. Fyrsta æfingin var kl. 13.30 og var það gymastik (aðallega erfiðar teygjuæfingar). Svo var fyrsta ísæfingin 15.00-16.00, það var ágætt. Eftir æfinguna fórum ég, Ingibjörg og Helga í Supermarket og versluðum nauðsyni (vatn, kex og ávexti).
Kvöldmaturinn var viðurstyggð. Fiskur með kartöflum og eins og Ingibjörg sagði: "Þetta bragðast eins og lýsi." Eftir kvöldmat gengum við út í myrkrið og fórum í Kaufland (stór kjörbúð með helling af drasli). Það var gaman, verslaði ónýtan kveikjara handa mömmu, uppblásinn barnastól handa Halli (ég vissi ekki at the time að þetta væri barnastóll) og tússliti fyrir mig. Gerði svo sannarlega góð kaup þarna.
...nenni eiginlega ekki að skauta á morgun, er samt spennt fyrir ballet og gymnastik.
Listi yfir hluti sem eru að bjarga okkur í þessari ferð:
-Hobbitahafrakexið (það heitir Hobbits)
-Ferskjuíste
-Ísskápurinn í herberginu okkar
-Capri Sonne
-Honey Nut Seríós
-Loftgluggarnir

Sunnudagur 2. júlí 2006
Dagurinn í dag var nú bara býsna skemmtilegur. Við vöknuðum um hálfsjö og þá tók við fyrsti skautadagurinn í fullri lengd: 2 ístímar fyrir hádegi og 1 balletttími (wbtw ég sökka í). Eftir hádegi var svo 1 leikfimistími og 1 ístími. Ekki of mikið, heldur passlega erfitt.
Eftir daginn var gert stutt Kaufland-stopp og verslað. Aðallega Cheerios til að narta í þegar maturinn er hræðilegur og svo einhvers konar safa.
Ingibjörg er núna að blása svona Child Chair eins og ég keypti handa Halli, ekki vitandi að stóllinn væri fyrir börn. Þrátt fyrir að þessar búðir eru heljarinnar fjör þá er ég strax farin að hlakka til heimferðar.
Snurka.

Mánudagur 3. júlí
Dagurinn í dag var snilld. Hann byrjaði með því að okkur var tilkynnt að það væri frí í gymnastik og því væri bara ballett eftir hádegi (sem var reyndar stór misskilningur þannig að við skrópuðum í einum ballettíma fyrir hádegi (sökum misskilningsins)). Það var sumsé 2 ballettímar í stað 1 ballet og 1 gymnastik. Flestar stelpurnar (allar nema ég og Ingibjörg) fóru í sund en þar sem Ingibjörg þurfti að fara í einkatíma kl. 13.00 ákváðum við bara að kíkka í Kaufland. Í Kaufland var lítil fatabúð með helling af drasli/fötum og tókst okkur að versla föt fyrir skít á kanil. Það var frábært að sjá hneykslunarsvipinn á búðarkonunum þrem þegar við borguðum okkar dót, þær trúðu alls ekki að við hefðum efni á þessu. Algjör snilld.
Á morgun er svo stuttur og léttur dagur. 3 langir dagar eftir það, svo annars stuttur, frídagur og heim.
Ég hlakka til.

Þriðjudagur 4. júlí
Ekki sérlega skemmtilegur ístími í dag og ballettinn sökkaði. Fengum ágætis hádegisverð og skunduðum svo í sund. Sundið var afskaplega kalt og vorum við því farnar upp úr innan við þrjú kortér. Þá löbbuðum við að Vah ánni og fórum í sólbað á grasbletti, við ánna. Skordýralífið var auðugt og það fór ekki á milli mála að þetta voru Íslendingar sem hlupu um, æpandi og stripplandi á brókinni.
Í kvöldmat fengum við einhverskonar sykurbrauð sem var víst ótrúlega ógeðslegt en ég, Ingibjörg og Eyrún flúðum upp á herbergi til að þurfa ekki að borða þetta. Að sögn Ivönu þykir þetta lostæti í Slóvakíu og er þetta eitt af því besta sem þau geta borðað. Um kvöldið var svo Diskótek sem færði mig nú bara beint aftur í tímann á 6. bekkjar böll.
Ágætur dagur!

Miðvikudagur 5. júlí
3 dagar eftir. Þetta líður svo hratt en samt svo hægt. Mér finnst ég hafa verið hérna í fleiri mánuði en í raun eru það bara 6 dagar.
Í dag var langur dagur. Fyrstu 2 æfingarnar voru ekkert ofboðslega skemmtilegar, ballettinn saug en seinasta ísæfingin var skemmtileg. Gymnastik tíminn var líka skemmtilegur en bakæfingin var dauðadómur (ó, bakæfingin).
Eftir skautadaginn fórum ég, Ingibjörg og Eyrún í ljósatíma þar sem við vorum ekki nógu ánægðar með hvað enginn tími gefst fyrir sólbað. Við erum með þetta allt á hreinu: ljós næstu daga þar til við förum heim svo við komum alveg pottþétt brúnar og sætar heim.
Um kvöldið fórum við svo á Pizza/Grill Bar staðinn rétt hjá Stredna Zahradnicka skólanum (gistiheimilið) og snæddum þar. Aldrei hef ég fengið jafn fáránlegri þjónustu en við fengum þó allar að borða, svo allir voru sáttir. Viðar skoraði mig í biljardleik og því miður var ég sigruð af meistaranum þrátt fyrir að hafa sýnt nokkuð góða takta.
Eftir alllangan kvöldverð gengum við út í svalt myrkrið og þá var haldið heim á leið (Hostelið). Svo erum við stelpurnar komnar vel áleiðis með tússlitagalleríið. Gaman það.

Fimmtudagur 6. júlí
Það var einstaklega erfitt að fara fram úr í morgun klukkan hálf sjö. Mig langaði að sofa lengur. Ísæfingarnar voru ágætar og svo fórum við í seinasta gymnastiks tímann. Eftir seinustu æfinguna fórum við í smá borðtennis við "Rússann" sem Ingibjörg og Eyrún eru svo skotnar í.
Um kvöldið fórum við svo út að borða á býsna flottan veitingastað. Það sem vakti hvað mestu athyglina var glymskrattinn, vá hvað hann var töff. Þar gat maður valið sér nánast hvaða lag sem er, tær snilld. Eftir vel heppnaðan kvöldverð fórum við á hostelið og skriðum undir sæng.
Ekki get ég farið að sofa strax og því ligg ég hér, í hitabaði, og skrifa dagbók.
Einn og hálfur dagur eftir.

Föstudagur 7. júlí
Þá er seinasti langi dagurinn liðinn há og einungis 2 æfingar eftir. Eftir daginn ætluðum við stelpurnar í ljós en okkur til mikillar skelfingar var lokað í Squash klúbbnum alla helgina, þannig að við verðum bara að sætta okkur við þá staðreynd að koma hvítar og fölar heim.
Eftir kvöldmat kíkktum við í Kaufland og eftir það var spilaður eldheitur og spennandi fótboltaleikur við aðra skautakrakka. Í liðin skipuðu Rússar, Íslendingar og Slóvakar. Ég og mitt lið burstuðum leikinn með stæl.
Annarws ligg ég uppí rúmi núna og mér er drulluheitt, komin með ógeð á hitanum hér. 30 gráður takk fyrir!

Laugardagur 8. júlí
Þá eru þessu lokið og við höldum heim á morgun, ég hlakka mikið til, mjög mikið. Í dag var seinasta æfingin og eftir morguninn fórum við í bæinn, skoðunarferð þar á lítillri lest sem var alger snilld. Allan daginn vorum við búnar að svitna endalaust og ég hélt að ég myndi deyja úr hita, bókstaflega. Þá byrjaði þrumuveðrið og skyndilega fór að hellidemba. Þetta var eins og það væri verið að hella úr fötu yfir okkur, í orðins fyllstu merkingu. Ég hef aldrei upplifað frábærri hlut (jújú, eflaust eitthvað, en þetta var mjög frábært).
-Áreittar af viðurstyggilegri flugu.
-Hakkað í sig sælgæti.
-Út að borða, frábær þjónusta.
-Sveittur footy.
-Sofa.

Frábær ferð, ógleymanleg.

Hér eru svo nokkrar myndir úr ferðinni...


Vá hvað ég hló eeendalaust mikið að þessu. Þarna voru samankomin nokkrir fullorðnir reykingarmenn. Ó, svo fyndið.


Þetta var ein versta máltíð sem við fengum í ferðinni. Samanblanda af lýsi, mysu og sviðasultu.


Þessi var tekin á seinasta deginum. Mikill hiti, gott að kæla sig í gosbrunninum.


Þessi var tekin nokkrum tímum eftir hitasvitann á sama degi. Rigningaratvikið mikla. Æðislegt alveg hreint.

Takk fyrir mig og eigið gott laugardagskvöld.

|

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Únglíngurinn í skóginum


Ekki aðeins er ég heltekin af þáttunum Desperate Housewives (sem eru bétévaff snilldarþættir sem allir ættu að horfa á) heldur er ég ástfangin af þessum gaur (viðhaldi Gabriellu).

Ég hugsa of mikið út í framtíðina. Ég hugsa bara almennt of mikið. Stundum sit ég bara og byrja að hugsa, það er óþægilegt. Ég er ég. Þetta finnst mér óhuggnaleg og óþægileg hugsun. Sérstaklega ef ég endurtek hana. Skiljiði mig? (Absolutely not).

Hver er toppurinn á tilverunni?

|

laugardagur, ágúst 19, 2006

Red Seedless

Dagurinn í dag var gleðilegur. Þó svo að ég hafi verið að vinna 14 tíma vakt í dag þá varð ég örlítið hamingjusöm þegar ég var að fylla á vínberjaskálina í salatbarnum. Ég tók einhvern vínberjapoka úr kælinum af handahófi sem ég hafði aldrei séð áður og byrjaði að tína vínberin af og setja þau í skálina. Svo smakkaði ég eitt þeirra. "Vá þetta eru fokking bestu vínber sem ég hef smakkað!" Þau voru það, virkilega. Ég skrifaði nafnið á pokanum niður: "PLU #4023 Red Seedless, Produce of USA." Ég ætla til Emeríku að vitja þessara vínberja.

Svona litu þau út.

|

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Flashback

Vaxaðu mig, mótaðu mig.

Ég er þreytt. Þetta er þreyttur dagur. Myrkrið er farið að birtast og það dregur mann niður. Ég vildi að ég væri að fara til Frakklands í september.


Frábær mynd. Fær mann til að hugsa, mikið.

Í dag flýjum við, pakkaðu niður og klæddu þig.

|

mánudagur, ágúst 14, 2006

Woota

Eru ekki allir hjátrúafullir á einn hátt eða annan? Allavega...ég hef labbað undir stiga, ég hef tvisvar lent í því að svartur köttur hleypur í veg fyrir mig, ég hef brotið spegil og ég hef stígið yfir lík (nei ekki satt). Allar þessar áhættur skiluðu engu illu. Þrátt fyrir þessa glæfralegu dirfsku mína þá er ég haldin þeirri þráhyggju að henda salti fyrir aftan vinstri öxlina mína ef ég rek mig í saltbauk (sem gerist svona að minnsta kosti fimm sinnum yfir einn vinnudag, virkilega óþolandi). Og hvað er málið með 7-9-13?
Mér líkar illa við oddatölur en samt finnst mér ég alltaf skyldug til að þylja þær í allnokkrum tilfellum.

Frakkland í janúar. Ég ætla að byrja að spara núna og fá 10 í frönsku í vetur. Je voudrais le plat du jour. Ahh, trés bien mademoiselle. Úff, ég verð illa liðin.

Helgin var góð. Hún var full af gleði, hlátri, uppákomum og skemmtilegheitum. Ég, Katrín og Sigrún ákváðum að skella okkur á Fiskidaginn mikla strax eftir vinnu á laugardeginum (sem var um miðnæturleyti) og gista í tjaldi yfir nóttina.
Kvöldið í hnotskurn: Eyddum tvöþúsund krónum á svo ótrúlega slæmt og fámennt ball með Sent (Katrín taldi og það voru 20 manns), löbbuðum inn í einhvern garð þar sem var helling af fólki og fengum hræðilega kjötsúpu til að ylja á okkur kroppinn (ég borða ekki einu sinni kjötsúpu), rændum, prúttuðum og börðum. Allt saman mjög villt og spennandi. Það var samt ekkert spes að vakna daginn eftir á vindlausum vindsængum með massive tommermænd.

Ég get ekki beðið eftir því að fara að kaupa inn fyrir skólann - plasta bækurnar, skrifa nafn mitt inn í þær og kaupa nýja fylgihluti í heimatilbúna pennaveskið mitt. Ó, gleði.

Rússíbaninn tók ófyrirsjáanlega lykkju.

|

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Júdelsvæn

Þetta er einn af þessum dögum. Einn af þessum dögum sem mig langar til að útbúa kökudeig og éta það svo eintómt yfir sorglegri bíómynd. Einn af þessum dögum sem ég nenni ekki að gera neitt. Einn af þessum dögum sem ég sef lengur en ég ætlaði mér. Einn af þessum dögum sem ég vildi að ég væri eitthvað/einhver annar en ég er.

Lífið er eins og rússíbanaferð.

|

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Ferðasaga og dagbókarskrif


Helgin var frábær. Ég fór á föstudaginn var í babylon Reykjavík og átti þar frábærar stundir.
--Föstudeginum eyddi ég á Hóteli Loftleiðum með Prinsi Kornelíusi - ísklakar, flugvélaglös og táknmál. Allt mjög sniðugt, skemmtilegt og fyndið.
--Á laugardeginum sat ég úti á svölum og sólaði mig þar sem að það var einstaklega gott veður. Um fimmleytið fórum ég og strákarnir svo í krakkabíó á Pirates Of The Caribbean: Dead Man's Chest. Eftir bíóferðina fórum við út að borða á Friday's, það var frábært að láta aðra þjóna sér, virkilega gaman.
-Um kvöldið tók svo við eitt mesta snilldardjamm. Við byrjuðum í kastalanum hans Örvars og eftir því sem á leið vorum við öll orðin ofurhress og allir svo ótrúlega líbó og frábærir. Ekkert drama, allir vinir. Ekkert smá frábært.
-Ég, Svava, Ástrós og Þorvaldur tókum svo forskot og fórum í Kókaínpartý og skildum hitt fólkið eftir. Í þessu kókaínpartýi var samt ekkert kókaín, bara glás af flórsykri. Flórsykur í plastpokum, flórsykur á gólfinu, flórsykur á ber-að-ofan strákum. Það var líka eitthvað um rjóma þarna en það var eitthvað minniháttar. Þegar ég og Þorvaldur sáum svo lögguna nálgast íbúðina ákváðum við að splitta. Við drógum Svövu og Ástrósu með okkur út og leiðinni var þá heitið í miðbæ Reykjavíkur þar sem næturlífið er jafn tryllt og fjallaljón á lóðeríi. Leiðir skildust fljótlega og skyndilega voru ég og Þorvaldur komin á strippstað, talandi bresku. Mig minnir að ég þóttist vera lesbísk - ha, Heiða? Svo löbbuðum við upp Laugarveginn, talandi bresku. Við hittum Kidda hlaupara og hann talaði við okkur bresku. Þetta var mjög breskt kvöld.
-Það sem eftir var kvölds vorum við á Kofa Tómasar Frænda sem klárlega fær plús í kladdann fyrir mjög góða dyragæslu.
Þegar langt var liðið á nóttina hitti ég Prins Kornelíus og hann fylgdii ölvaðri Þumalínu heim í hlýjuna. (Ég man ekkert voðalega mikið eftir heimferðinni...en við ferðuðumst samt á hunangsflugu).
--Sunnudagurinn var viðurstyggilega þunnur. Ég fór í djammfötunum,viðurstyggilega mygluð í Kringluna því að ég neyddist til þess. Cappuchino Caramel Smoothie bjargaði samt deginum.
-Um kvöldið fórum við stelpurnar út að borða á Pizza Hut - hef aldrei fengið jafn slæma þjónustu og þá. Nenni ekki að vera að lista það neitt frekar.
-Sigur Rósar tónleikar á Klambratúni eftir kvöldmatinn. Öll lágum við, hipparnir, í hrúgu á jörðinni og nutum tónlistarinnar - dásamlegt og mjög í anda sjötta áratugarins.
--Á mánudeginum hafði ég fengið gistingu hjá Steina ofur. Steini fær heiðurinn af að vera hetja mánaðarins og ég þakka þér, minn elskulegi herra, fyrir að hafa bjargað mínu bjarnarskinni á síðustu stundu. Mekong hádegismatur, keyrslur út og suður, gestaherbergi og gott spjall við góðan vin. Ég gleymdi að skrifa I.O.U. miða handa þér Steini.

Frábær helgi sem verður án efa endurtekin í vetur.

Verslunarmannahelgi framundan. Vinna frá 9-11 alla daga í frábæru veðri. Rugl. Eru allir í fríi nema ég eða? Vaktavinna sökkar. Sökkíness.

Fýlupokaprinsessan kveður.

|