þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Litli ljóti andarunginn

Núliðin helgi fór misvel í fólk og ætli ég sé ekki ein af þeim sem finnst hún hafa verið í beiskari endanum. Þar sem ég er hundþreytt (Green Mile) og sé ekki fram á að tími gefist næstu daga til að segja frá þessari helgi, ætla ég því að skrifa um hana hér í strikum (eins og svo oft), í snatri.

Föstudagur
-Komum um kvöldmatarleyti og létum fara vel um okkur í íbúðinni.
-Ameríski stíllinn. Skipulagið algerlega í ólagi hjá starfsfólkinu þar en þrátt fyrir það var maturinn góður.
-Kvöldið: Lúxusíbúðin, margmenni, mjöður og miðbær.
-Svefngalsi hjá sumum. Eggjanúðlur = Hahahah.

Laugardagur
-Eftir ótrúlega lítinn og ömurlegan svefn heilsuðum við fánanum og gerðum morgunleikfimi.
-Morgunmatur á óhollum stöðum.
-Bæjarrölt, keypti ekki boffs. Leiðinlegt.
-Mekong = *slef*
-Potturinn á svölunum og útsýni yfir borgina. Eitt af fáu ágætu stundum þessarar helgar.
-Kvöldið: -II- föstudagur
-Scrubs + sófi.

Sunnudagur
-KFC + Álfheimar= Jól.
-Gönguferð á Andapollinn og á heitan reit þar sem ég fékk sjúklega gott Swiss Mocca.
-Slappt sjónvarpsefni þrátt fyrir ótal sjónvarpsstöðvar. 100% Limp Bizkit, hverjum datt það í hug?
-Kvöldið: Ógleymanlegt, hrífandi, frábært, fiðringur, gæsahúð, tár, kökkur, skjálfti, tilfinningargrautur, minningar, gleði, fullkomnun. Spádómum um framúrskarandi tónleika Sigur Rós þann 27. nóvember rættust svo sannarlega og bjargaði helginni algjörlega.

Held að einhver verði að kippa mér aftur í veruleikann.

|

föstudagur, nóvember 25, 2005

Zoppini

Tveir og hálfur tími í brottför. Þar sem ég verð á bak og burt alla helgina ætla ég nú að skrifa hér nokkrar línur svo þið hafið eitthvað að bryðja á næstu daga.

Ég held að það verði frekar furðulegt að fara til Reykjavíkurborgar og ekki versla sér neitt. Allur peningur verður að sparast í þessari ferð og ég mun bara eyða krónunum í fæðu (salat, brauð og vatn). Tvö forgangsatriði í þessari ferð og það er afrískt latte á Ömmukaffi og Kao Pad Ped(nr.48) og eggjanúðlur á Mekong.

Stuttur og ömurlegur pistill.

Under and in

|

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Svangi mangi

Ég er svöng. Slappa sjoppa sem selur bara tvær tegundir af skyri, oj. Hanga hér þar til kvöldmatarleyti, ekki kúl.

Minn kvóti af stressi fyrir þessa viku er liðinn hjá og Reykjavík á næsta leiti. Lúxusíbúð, jakúsí, náttsloppar og útsýni. Skortur á peningum en skítt með það.

Sunnudagar eru súrir dagar, mánudagar eru beiskir en fimmtudagar eru án efa sætustu dagarnir.

Ég skoraði Katrínu á hólm í Brynjuís-átkeppni, ég veit ekki hvenær áætluð dagsetning er fyrir þá keppni en eitt er fyrir víst að hún á ekki sjéns í mig. Glott.

|

mánudagur, nóvember 21, 2005

Sleepwalkers

Rend Mig I Traditionerne er ömurleg bók. Það tók mig allan dag að lesa þessa skaðræðis bók og ég er þurr í augunum.

Já ég verð að koma með eina slæma sögu sem er gott dæmi um það hversu mislukkuð ég á það til að vera...

...Í hádeginu í dag fóru ég, Erla og Katrín í ýmis mission og eitt af því var að kaupa bensín. Úti var mikið rok og eftir að ég hafði sett bensín á bílinn, hristi ég vel hvern dropa (ehh) svo það læki ekki bensín útum allt. Þrátt fyrir það kom stór vindhviða og feykti bensíni á buxurnar mínar. Ég settist inn í bílin og þá gaus þessi gífurlega bensínlykt útum allan bílinn. Í snatri skrúfaði ég niður rúðuna, keyrði heim og skipti um buxur.
Þá lá leið okkar í Te & Kaffi þar sem ég fékk mér 2x Café Latte enda var þetta óvenju þreyttur dagur. Ég opnaði veskið mitt og sá að mig vantaði debetkortið mitt en ég var nokkuð fullviss um að ég hefði gleymt því útí bíl svo ég hljóp út meðan konan var að útbúa kaffið mitt til að sækja kortið. Debetkortið var hvergi sjáanlegt í bílnum og þá spólaði ég tilbaka og mundi eftir að hafa sett kortið í bensínbuxurnar...Katrín var ekki með pening svo ég þurfti að stóla á það að Erla gæti bjargað mér. Hljóp aftur inn og sem betur fer var hún svo indæl til að lána mér pening.
Góð saga.

Sigur Rós næstu helgi. Tilhlökkunin er yfirþyrmandi og ég get ekki hugsað um annað en þessa tónleika. Þyrfti samt helst að plögga stultum, ef ég á að sjá eitthvað. Það er nógu erfitt fyrir lágvaxnar manneskjur eins og mig að standa í þéttri biðröð, hvað þá á tónleikum.

Nokkuð þétt og strembin dagskrá framundan...eins gott að maður haldi fótunum á jörðinni og höfðinu í loftinu.

Já. Ekki má gleyma því að hann Jónas Orri átti 18 ára afmæli í dag. (Þann 21.) Tilykke!

|

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Orange

Furðulegur dagur.
Ég vaknaði um hálf átta í morgun, fór fram í eldhús og fékk mér drykkjarjógúrt. Mér varð litið út um gluggann og þar sá ég slökkviliðsmann strolla framhjá húsinu mínu eins og það væri hinn eðlilegasti hlutur. Fór út að skafa af bílnum og þá var slökkviliðsbíll í götunni, snjóhaugar, snjóbílar og fjölmenni. Jújú, það er gild og góð ástæða fyrir þessu. Af einhverjum ástæðum varð Ránargata fyrir valinu hjá slóvensku tökuliði sem voru að búa til auglýsingu fyrir símafyrirtækið Orange. Fengum meira að segja konfekt að tökum loknum, ábyggilega til að forðast kvartanir útaf hávaða eða öðrum óþægindum.
Merkilegt nok.

Ísland verður æ vinsælara, óhugnalegt?

|

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Allt og ekkert

Gott að vera komin heim í heiðardalinn. Gott að loksins komast burtu frá öllu brauðinu og borða hollt og gott skyr aftur. Gott að fá að hreyfa sig á ný. Gott að sofa í sínu rúmi. Gott að koma heim í pressuna, stressið, verkefnaskil og bókalestur:D
Nokkrir punktar yfir Danmerkuferðina, ætla samt ekki að segja mikið um hana heldur leyfi ég ykkur að lesa bara um hana þann 13. desember.

-Fjölskyldan mín var mjög skemmtileg og indæl, hjálpuðu mér mikið í að betrumbæta dönskuna, ágætt það.
-Ég gisti sko ekki á sveitabæ heldur setri og fékk mitt eigið herbergi og mitt eigið baðherbergi.
-Lærðum ýmsa frasa á dönsku.
-Borðaði mikið af bollum.
-Smakkaði framandi drykki, gos og annað.
-Mikið búðarráp.
-Randers Regnskov, ótrúlega heitt/sveitt en samt gaman.
-Craisy Daisy. Ekkert smá fjölmennur klúbbur.
-Verkefnavinnan.
-Café Von Hatten, Angu, Thor. Snilld.
-Langar rútu-, flugvéla- og lestarferðir, ekki eins mikil snilld.

Innihaldslitlir og óspennandi punktar en eins og ég segi, bíðið bara þar til þann 13. des.

Það sem framundan er, hrein martröð: RMT-klára, greinaskil, munnlegt og skriflegt próf í MOTOE, könnun í þýsku, skreytinganefnd, auglýsingasöfnun, mikil þjálfun og Danmerkurferðarverkefnisskil. Oj.
En til að bæta úr þessari myrku framtíð þá get ég alltaf huggað mig við það að Sigur Rós koncerten er eftir tvær vikur. Hjartað í mér hamast af gleði og tilhlökkun.

|

föstudagur, nóvember 11, 2005

Billigt

Her med er bloggid mitt althjodlegt, nei?

Thessi ferd er snilld og fer batnandi.

Thad er hlægilegt hvad allt er odyrt herna. Fotin, maturinn, afengid og adrir hlutir. T.d. keypti eg hárgreidsluslettujarn a 3500 kronur, Dolce&Gabbane Light blue a innan vid tvo thusund kronur og svo fot fyrir skit og kanil.

Craisy Daisy í kvold. Shot*10 = 120 krónur danskar (brjalædi). Thor øl og margt fleira snidugt.
Annad fest a laugardaginn...svo um helgina skal vi pigerne gå amok!

|

mánudagur, nóvember 07, 2005

Danmark

Den skal være min sidste epistel i forvejen jeg rejser til Randers, Danmark. Jeg glæder mig helt til, har sommerfugle i maven og ligner en syv åre gammel pige.

Jeg håber at I skal tænke til mig når I behøver at lære for et svært eksamen eller sådan noget. Muahah. Nej, nej, jeg håber at jeres uge skal også være dejlig.

Judelråb! :D

|

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Búrfell



Ég átti góðan dag í sveitinni. Byrjaði daginn á hinum týpíska sveitamorgunmat: hafragraut með kanilsykri og fór því næst bara beint í ýmis verk með vinnukonunni söngelsku og málglöðu, Liviu (en ekki Oliviu). Við elduðum, bökuðum, unnum í fjósinu og spjölluðum. Hápunktur dagsins var samt sem áður lúrinn í sófanum, með köttinn malandi í fanginu á mér og sefandi söngl sem Livia sá um við matargerðina.
Tók nokkrar myndir, þið fáið ekki að sjá fleiri því ég er löt.


Danmark i morgen. FEDT!

|

laugardagur, nóvember 05, 2005

Farin

Þá er ég farin vestur á Búrfell. Ég kveð með átta ára tilhlökkun í maganum og vona að allir eigi hin prýðilegasta laugardag því ég veit að það mun ég gera:) Væntanlega mun ég snúa aftur seinna í kvöld með skítugt hár, belju/kinda/hesta/hænsna lykt, skít undir nöglunum og útlítandi eins og alvöru bóndi.

Bara ef lífið væri eins auðvelt og ostur.

|

föstudagur, nóvember 04, 2005

Ísblóm

Ísblómstegundunum hefur aldeilis fjölgað en í gær var ég í Hagkaup og kom auga á allavega þrjár nýjar tegundir. Allt í allt eru þá til 5 tegundir held ég, gæti verið að ég sé að gleyma einhverjum.

1) Ísblóm með súkkulaðihjúp og jarðaberjasultu. -> Gamla og góða ísblómið, by far það besta.
2) Karamellu Ísblóm. Skafís með súkkulaðihjúp og karamellu í miðjunni. ->Nýjung, hef ekki prófað.
3) Daim Ísblóm. Skafís með Daim-súkkulaðihjúp og Daimkurli. ->Ágætt en ekkert jarðaberjaÍsblóm.
4) Batman Ísblóm Skafís með súkkulaðihjúp og lakkrís í miðjunni. ->Oj. Ég skil ekki hvað er alltaf verið að troða lakkrís á ís.
5) Krakka Ísblóm. Skafís með tyggjóbragði. ->Hvað er fólk að spá?

Ég mana fólk til að prófa þessar nýju tegundir, ekki ætla ég að gera það.

Ég er farin að hlakka til að komast í sveitasæluna. Fara í fjósið, fjárhúsið, klappa Jöklu, elta hænurnar, njóta víðáttunnar, lykta af frelsinu, horfa á Scrubs í kósí sjónvarpsstofunni og borða ís á sunnudaginn.

Úfið hár

|

Kerfisbilun...

Sniðugt? Nei ég held svo sannarlega ekki.

Búrfell um helgina ef veður leyfir. Jess. Gott að komast frá þessu skítapleisi og skítaandrúmslofti. Helvítis rugl.

Ég leita af lífi um stund

|

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Jólahjól?

Mér brá heldur betur í brún þegar ég var inni í eldhúsi áðan að hella uppá möndlukaffi, which by the way er ótrúlega gott. Ég heyri þá daufan tón í útvarpinu „Undir jólahjólatré er pakki, dummdumm." Næhh það getur ekki verið, hugsaði ég með mér. Ég hækkaði volume-ið, „undir jólahjólatré er voðalega stóóór pakkiiii, í silfurpappír..." Jújú, það fór ekki milli mála, í útvarpinu glumdi jólalag. Er ekki annar nóvember eða hoppaði ég áfram um einn mánuð? Bábilja og grautargerð!

Aftur til fortíðar...Teningunum er kastað.

|

Eplið og Q

Vá ég virkilega hata þegar ég geri þetta, ætla að skipta á milli forrita en í staðinn fyrir að ýta á eplið og tab þá geri ég eplið og Q. Flott Heiða.

Nenni ekki að skrifa allt sem ég var komin með svo ég hef þetta í hnotskurn þar sem ég er svo reið, heng á bláþræði með að henda tölvunni í gólfið.

-Fjórum kaffibollum of mikið. Sögulestur í nótt, próf framundan, fokk.
-Það hangir svart ský yfir mér, hlakka til að komast burt og njóta tilverunnar í DK með hressum krökkum.
-Fljótandi átak fram að árshátíð, gott mál.

Fjórða mál á dagskrá...Eydís „kitlaði" mig víst, sem þýðir það að ég á að telja upp 5 helstu atriði sem ég hata, mér þykir þetta fremur bjánaleg keðja en ég ætla samt sem áður ekki að rjúfa hana. Ég nenni samt ekki að tína út einhver 5 helstu atriði svo ég skrifa bara allt sem mér dettur í hug þar sem ég er í ham vegna reiðis.

Ég hata...
Þegar ég ýti á eplið og Q en ekki eplið og tab, keðjubréf, rjóðar kinnar, sykur, ótillitssemi, október, brauð, hökuna mína, læri, hliðarspik, túrverki, þunglyndi, að vakna, skapstyggð, ritstíflu, fuglakúk, rusl, megranir, Jean Claude Van Damme, hungur, SSS-syndrome, gúllas, tímaleysi, bið, óvissu, óþolinmæði, ónákvæmni, hegðunarsveiflur, stærðfræði, kæruleysi, leti...This could go on forever. Held að hatur-listi sé mun lengri en elska-listi.

Allavega, klukkan er kortér í eitt og tími til kominn að lesa um mínóska menningu og fleira skemmtilegt...

Að lokum ætla ég að vera geðveikt leiðinleg og „kitla" ótrúlega marga (Skrifið frekar haturlista heldur en 5 atriði, það er ómögulegt að gera fimm atriða hatur lista):
Erla, Erika, Audrey, Birkir/Tryggvi, Þorvaldur, Steini, Steinunn, Hallur, Inga Dagný...já segjum þetta gott. Þið hin sem sluppuð...heppin.

Þá er það beint upp í rúm

|