Afrek
Þetta er án efa ein afreksmesta vika sem ég hef gengið í gegnum í langan tíma og hún er ekki enn á enda..Vorsýningin er að baki og gekk hún bara smooth as a baby's behind, þrátt fyrir nokkra hnjökra og gleymsku.
Ég og Audrey vorum með Matrix atriði og maður ó maður hve svalar við vorum, það er ekki lýsanlegt með orðum skal ég segja ykkur.
Byrjuðum að semja prógrammið í byrjun vikunnar og frumsýning á því var áðan og það heppnaðist bara djöfulli vel miðað við þennan ótrúlega litla fyrirvara sem við fengum.
En Matrix prógrammið var nú ekki eina atriðið sem undirbúið var fyrir þessa sýningu, þvert á móti. Einnig voru ég og Ásta með mikilfenglegt atriði úr Hárinu- búningarnir voru magnaðir, tónlistin sæt og dansinn bara nokkuð góður, enn og aftur miðað við þennan incredibly stutta fyrirvara.
Þetta er búinn að vera magnþrunginn dagur þar sem ég vaknaði um hálf 10 eftir ca 6 tíma svefn, skundaði í nokkur erindi og fór inní höll um 11-leytið.
Þá skautaði ég frá 11-12:30, fór þá með Audrey á Glerártog og keypti unbelivably kúl Futuristic gleraugu sem Þorvaldur fær ekki að eiga.
13:30- og við fórum aftur inní höll að æfa.
14:00- og ég fór að æfa dansinn með Ástu og Audrey fór heim.
15:00- Brunaði heim og græjaði allt, fór aftur inneftir um 16:00.
Þá var klukkutími í stefnu og allt setn í botn.
Sýningin byrjaði vel og endaði vel.
Ég var mjög sátt með að nokkrir vinir mínir létu sjá sig þarna and I thank them dearly for the hue and cry, standing ovation and applause.
Samt held ég nú að leigubílstjóraatvikið hafi verið eftirminnilegast af því sem í dag fór fram.. en þannig var það nú að hún Audrey gleymdi óvart kjólnum sínum og sokkabuxum. Hún uppgötvaði ekki að hana vanhagaði þessa hluti fyrr en það var næstum um seinan, eða þ.e.a.s. þegar fjögur atriði voru eftir og þá átti hún að stíga á ísinn, í kjól, í sokkabuxum og í skautum.
Ég swoopaði inn og bjargaði deginum- ég mun þó ekki gera það aftur það sem gera þurfti þarna. Þótt þetta hafi verið outrageous og á tímabili frekar tæpt, þá held ég að þetta sé ekkert sniðugt að gera nema í bráðustu neyð og í þessu tilfelli var ég tilneydd.
Audrey kom á réttum tíma og hafði meira að segja nokkra sekúndu aflögu áður en stígið var inná ísinn. Bogus!
Eftir mjög langan og erfiðan dag/ langa og erfiða viku, fengum við Audrey okkur sæti á planinu fyrir framan höllina, leyfðum þreytunni að streyma um alla limi, sinar, bein og blóð. Jöpluðum á þremur ljúffengum Machintosh molum og nutum þagnarinnar. Góðu dagur.
Yfirlit yfir síðustu 3 vikur og helgina to come:
-Þjálfaranámskeið, Reykjavík.
-Stærðfræðipróf
-Keppni
-Félagsfræðiverkefni
-Þýskupróf
-Íslenskupróf
-Prógrömm útbúin
-Miklar æfingar
-Maraþon 13:00 á föstudegi til 13:00 á laugardegi..
Ojá, það er skautamaraþon um helgina. Sem þýðir að ég þarf að mæta á æfingu 5-7 á föstudaginn eins og vanalega, aftur um kvöldið kl. 10-11, um nóttina kl. 4-5 og æfing svo 9-10 og skauta í síðasta sinnið 10-11.
Opinberlega er ég búin að setja upp metingarkeppni, hver sá sem getur komið með lengri og enn leiðinlegri lista af things to do og það sem er búið og gert fá heiðurinn af að vera sorglegri en ég. Margt í húfi gott fólk.
Sögur úr Andabæ eru búin að hefja göngu sína á ný, slíkar gleðifréttir eru sjaldan fundnar.
Ice Princess...ég held að ég verði nú að fara í bíó á þá mynd, sjá hvernig útkoma þeirra myndar er.
Mér finnst vanta kaffistað fyrir 17 ára kaffidrykkjurúta sem vilja kaffi eftir kl. 10 á kvöldin, en ekki kaffistaði þar sem 18 ára aldurstakmark ríkir- sem er nú algerlega út í hött.
Hér með lýk ég þessum fáránlega langa pistli sem enginn nennir að lesa.