miðvikudagur, nóvember 30, 2011

Schnitzeldoodle

Ég elska mat og ég elska að borða. Eitt af því sem ég elska hvað mest er brauð. Brauð brauð brauð. Þótt ég elski brauð mjög mikið þá reyni ég nú að láta 2ja brauðsneiðnaskammtinn duga per dag því það er jú ekki hollt að gúffa í sig brauðmeti allan liðlangan daginn (vildi að það væri það samt).

Í tilefni af því að ég elska brauð ætla ég að koma með nokkrar geðveikar samloku- og brauðsneiðauppskriftir sem ég mæli með að allir prófi.

-Draumabrauð Sunnu: Þessa uppskrift fékk ég frá Sunnu vinkonu minni en það voru ófá skiptin sem við fengum okkur Draumabrauð í Eyrarveginum.

Vanalega tek ég tvær brauðsneiðar í þetta. Ég smyr sneiðarnar með Hunt's tómatsósu (því hún er best), set ofan á það 2-3 stórar ostsneiðar og bomba síðan Season All kryddi yfir. Þar sem Season All er ekki til lengur, því miður, þá notið þið bara eitthvað annað sniðugt krydd eins og t.d. Kjúklingakryddið frá Prima.

-Brauð á la Hólmgeir, a.k.a. Holli Hommahúss: Þessi brauðsnilld var fundin upp af Hólmgeiri, vinar bróður míns, en þeir hafa verið að smyrja sér svona brauð síðan þeir voru í leikskóla.

Ég nota 1-2 brauðsneiðar í þetta, fer eftir hve brauðhungruð ég er. Ég smyr sneiðina með sætri sinnepssósu (söd fransk sennep) og Hunt's tómatsósu. Ofaná þetta set ég slatta af steiktum lauk og þarnæst 2-3 ostsneiðar (jafnvel fjórar). Svo krydda ég þetta með einhverju frábæru kryddi (sem var nú alltaf Season All, en jæja).

-Vinnusamlokan: Þessa samloku þróaði hún mamma í gegnum árin en þetta er samloka sem mamma smurði alltaf fyrir pabba sem nesti í vinnuna. Þetta er uppáhalds samlokan mín og ég tek svona oft með mér í vinnuna sjálf (mamma nennir þó ekki að smyrja fyrir mig, því miður).

Þar sem þetta er samloka þá nota ég 2 brauðsneiðar. Á samlokuna bombum við skinkusneið, 2-3 sneiðum af osti (26% gouda er bestur), vel af káli, gúrkum og papriku (helst rauðri því hún er frábærust). Það er gott að setja vel af grænmeti því þá verður samlokan svo ótrúlega fersk, góð og "hollari" en margar aðrar lokur. Ekki má svo gleyma le special ingredient sem er auðvitað E. Finnsson pítusósan.

-Spaghettíbrauð: Ég og bróðir minn eigum heiðurinn af þessari en til að útbúa þetta gotterí, þá þurfið þið að eiga spaghettí afganga.

Það sem þarf er ein brauðsneið og spaghettí afgangar sem þið hlammið ofaná sneiðina - gott finnst mér að bæta smá tómatsósu yfir því ég elska tómatsósu. Yfir þessa klessu setjið þið auðvitað vel af osti, alveg 3 flottar ostsneiðar. Krydda svo í lokin. Þetta er miklu betra en það hljómar, trúið mér.


-Roastbeef sneið: Það þekkja nú allir þessa sneið en hún er bara svo frábær að ég ákvað að skella henni hér inn.

Í þetta nota ég brauðsneið og helst folalda- eða nautakjötsafganga sem ég sker í þunnar ræmur. Brauðið smyr ég með remúlaði, hrúga ofan á það steiktum lauk og þar næst kjötræmunum. Þeir sem vilja geta bætt sýrðum gúrkum en mér finnst þær eiginlega ómissandi.

-Langömmuschnitzelbrauð: Þessa brauðuppskrift gerði víst langamma alltaf og mamma lærði það af henni.

Í þetta nota ég afganga af schnitzeli sem ég sker í þunnar ræmur. Smyr brauðsneið með smjöri, set svo rabbabarasultu, steiktan lauk og kjötræmurnar. Ofan á þetta set ég svo gúrkusneiðar.
Þetta er alveg lúmskt gott schnitzeldoodle.

-Búrfellsbrauð: Þetta gerðum við krakkarnir svo oft þegar við vorum í sveitinni (Búrfell), á kvöldin þegar búið var að mjólka.

Ég smyr pítusósu á brauðsneið og hlamma ofaná það spægipylsu eða salami og ofaná það 3-4 sneiðar af osti. Þetta bomba ég svo inn í örbylgjuofn þar til le cheese bráðnar. Þetta var sko gúrmé máltíð á kvöldin í sveitinni.

En þá segi ég þetta gott í bili. Ef þið eruð með einhverjar awesome brauð/samloku uppskriftir endilega smellið þeim í komment kassann. Ég er alltaf til í að prófa einhverjar nýjar brauðlegheit.

Takk fyrir að lesa fallega fólk!

|

laugardagur, maí 07, 2011

Lokaspretturinn

Í dag lá ég í prófalestri. Það finnst mér ekki gaman. Ég er líka mjög stressuð fyrir prófunum sem eru á þriðjudaginn og miðvikudaginn. Hvað ef ég myndi falla, þá fengi ég ekki námslánin og væri í djúpum lambaspörðum. En ég er ekkert að fara að falla, það er bara ekki inni í myndinni. Ég geri mitt besta og það verður einfaldlega að duga.

Ég tók pásu frá próflestri í dag og fór á Subway og í bíó með Ösp, á þrumuguðinn Þór. Hún var frekar awesome fyrir utan einn eða tvo kjánabrandara. Þegar myndin var búin og við löbbuðum út, tók við okkur hellidemba, þrumur og eldingar. Mér fannst það mjög viðeigandi og skemmtileg tilviljun. Ég kvaddi Ösp og rölti heim. Á heimleiðinni sá ég ref á vappinu og ákvað að hlaupa á eftir honum. Hann var fljótari en ég svo ég hætti að hlaupa og horfði á þrumurnar og lét rigninguna gegnbleyta mig.

Þessi vetur er að verða búinn. Ég ætlaði að vera dugleg að drita inn færslum hér en það varð víst ekkert úr því. Þegar ég horfi tilbaka þá finnst mér vera meira af neikvæðum heldur en jákvæðum athugasemdum við þennan vetur. Ég vona bara að eftir nokkra mánuði, þegar ég er komin burt úr þessari borg að ég geti horft tilbaka, brosið og verið stolt af sjálfri mér.

Dublin er ágætis borg. En ég gæti aldrei fyrir mitt litla líf búið hérna til lengdar. Ef ég ætti að búa á Írlandi þá myndi það þurfa að vera einhvers staðar í litlum, rólegum bæ útí sveit. Borgarbrjálæði er bara eitthvað sem fer ekki vel í mig. Óhuggnalegt og vont fólk útum allt, fátæktin, dópistarnir, umferðin, þjónustan.

Get ekki hætt að spá hvernig þessi vetur hefði verið ef ég hefði farið suður og lært snyrtifræðina þar. Þá hefði ég kannski ekki veikst svona oft. Ég ætti kannski meiri pening. Hefði fengið að sjá fjölskyldu mína og kærasta oftar. Hefði kannski ekki gengið jafn vel í skóla. Hefði ekki betrumbætt mig í ensku. Ég hefði aldrei verið einmanna því ég hefði haft svo marga vini í kringum mig og fjölskyldan væri alltaf í 5 klst fjarlægð ... já, allt hefur sína kosti og galla.

Ég vildi að ég gæti sagt að þetta sé búið að vera einn skemmtilegasti vetur sem ég hef upplifað, en sú er því miður alls ekki raunin. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn einmanna. En það er kannski gott að ég hafi gengið í gegnum þetta allt og fengið að kynnast því hvernig það er að vera einn og þurfa að bjarga sér. En einmannaleiki er eitthvað sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum til lengdar.

Þetta er niðurdrepandi færsla, sem skiptir svosum ekki máli þar sem enginn les þetta.

|

fimmtudagur, nóvember 25, 2010

Sjálfboðalubbar

Hæ fallega fólk.

Allt gott að frétta. Skólinn gengur vel, vélarnar frekar leiðinlegar þó. Bara 20 dagar í Ísland, ég get ekki beðið. 3 dagar í jólalög og jólailmkerti. Var að panta wax kit svo það verður klárt fyrir jólin.

Mig vantar svo bara sjálfboðaliða um jólin og áhugasamir skiljið eftir athugasemd í kommentboxinu. Ég mun taka sjálfboðaliða til mín milli kl. 8 og 14 eftir 19. desember, en svo má nú alltaf hliðra því eitthvað ef 8-14 hentar illa. Allavega. Skiljið bara eftir athugasemd, með tillögu þá um hvaða dag og klukkan hvað þið viljið koma. Og hvað þið viljið fá gert.
Það sem í boði er:

-Vax á fótum
-Vax undir höndum
-Vax á bikinísvæði (fer bara upp að brókarlínu, aðeins lengra inná svæðið ef þess er óskað.)
-Andlitssnyrtingu (hreinsun á húð, andlitsnudd og maski (ef ég verð búin að kaupa maska.))
-Litun á augnhárum og augabrúnum + plokkun eða vax. NB. Ég því miður lærði lame aðferð við að lita augabrúnir sem ég held ég komi aldrei til með að nota en væri samt alveg til í að æfa mig í að lita augabrúnir eins og það er vanalega gert á stofum, sumsé móta augabrúnirnar með litnum og leyfa honum að sitja í í smá tíma - ef einhver þorir því. Ég lita sjálf mínar augabrúnir og stundum móður minnar svo ég er allavega engin tröllskessa við framkvæmdina. En ég er fuldbefær að lita augnhárin og plokka augabrúnirnar og ég læri að vaxa augabrúnirnar fyrir jól.
-Förðun. Ég er til í að taka fólk í förðun nánast hvenær sem er - ef það er fyrir sérstakt tilefni eða eitthvað þannig. Bara prófið að skilja eftir athugasemd ef það er einhver viss tími sem þið hafið í huga og ég reyni að gera mitt besta að uppfylla það.
-Handsnyrting (snyrting á nöglum, naglalakk og handanudd).
-Fótsnyrting (snyrting á nöglum, naglalakk og fótanudd).

Ég vil einungis frá greitt í knúsum og gleði. Kannski bjór. (djók).

|

þriðjudagur, nóvember 09, 2010

Kimba kimba

Í dag vorum við að læra um rafmagn og fleira leiðinlegt. Við lærðum meðal annars hvernig eigi að bregaðst við ef einhver fær rafstuð og ef þú ert ekki nálægt aðalrofanum eða tekst ekki að taka tækið úr sambandi þá áttu að bregðast svona við...

"Stand on some dry insulating material, such as a wooden box, rubber mat or newspaper and, by means of a brush, wooden chair or stool, push the casualty''s limbs away from the source." Ókei hver hefur tíma til að sækja gúmmímottu eða dagblöð þegar manneskja er að fá rafstuð? En neinei, svo er annar valkostur ef allt annað klikkar:
"Alternatively, loop a rope or tights around and pull the casualty away from the source."
Þannig að ef þið lendið í þessu og allt annað klikkar þá getið þið alltaf bara vippað ykkur úr sokkabuxunum, smeygt þeim yfir fórnarlambið og dregið það þannig í burtu. Lol.

Í dag var ég að reikna út hvað það væru margir dagar eftir af skólanum fram að jólum og þeir eru ekki nema 17. Hvaða djók er það? Svo er ekki nema fjórar og hálf vika í elsku Ísland. Það sem ég hlakka til að knúsa fjölskyldu mína og Odd og fá mér malt og appelsín. Það verður líka æðislegt að geta loksins sofið bara á brókinni og ekki vera kalt á nefinu og puttunum. Ahh.

Ég held ég fari bara á gúrkukúrinn fyrir jól, spara pening og foodbeibíið mitt hverfur.

Sláinte! [Sloijnta]

|

laugardagur, nóvember 06, 2010

Centipede

Vá. Það er strax búin nánast vika af nóvember. Ég held að tíminn eigi virkilega eftir að fljúga og áður en ég veit af er ég komin heim að leika við Oddpúngs og kveikja í ýlum með Halli og gera laufabrauð með mee peeps.

Í nótt vaknaði ég um 3 leytið og þurfti að pissa. Þegar ég kveikti ljósið á baðherberginu blasti við mér hlussu fokking margfætla. Ég fór inn í eldhús og greip það sem hendi var næst, sem var risastór hnífur. Ég vafði pappír utan um hnífinn og fór inn og lamdi margfætluna í klessu þannig að hún varð að einni fjólublárri sósu á baðmottunni. Svo ýtti ég baðmottunni útí horn og hugsaði að ég myndi græja það í fyrramálið bara. Mottan liggur ennþá í horninu og fjólubláa klessan á henni. Þetta er í annað skipti sem ég þarf að myrða svona margfætlu og ég fokkin hata þessi kvikindi.

Þetta hús er svo mikil hola og pöddulífið skrautlegt. Ég þurfti að bjarga Jane frá könguló í morgun og um daginn sló ég einhverja gráa pöddu af rúminu mínu, hef ekki hugmynd um hvaða padda þetta var og hvað varð um hana eftir að ég sló hana. Ughh. Ég bíð eftir að það skríði eitthvað kvikindi yfir andlitið á mér eina nóttina.

Jane og ég erum mikið að spá í að skella okkur í Winter Challenge í Educogym, sem er semsagt 5 vikna námskeið með einkaþjálfara og öllu klabbinu. Ætlum að losa okkur við "the food baby" fyrir jólin. Ég væri alveg rosalega til í að komast í fantagott form aftur, það væri grand. Spurning samt hvort aurarnir leyfir það.

Í dag eftir skóla fékk ég mér húðflúr, móður minni til mikils ama (ég elska þig mammalis). En þetta var mín ákvörðun og mikið var þetta skemmtileg lífsreynsla. Ég þoli ekki nálar og ég er með lægsta sársaukaþröskuld í heiminum en ég stóð mig ótrúlega vel og tilfinning eftir á er skemmtileg. Ég vildi að ég hefði tekið myndir af ferlinu. Þetta verður skemmtileg minning um lífsreynslu mína í Dublin sem ég ber með mér þar til ég verð hrukkótt gömul kona.


Lifið heil gott fólk.

|

föstudagur, október 29, 2010

Coors Light

Loksins er netið komið og þvílíkt gayass nettenging sem það er. Ég er beisiklí alltaf að detta út og ég get ekki einu sinni verið með tölvuna inní stofu því það er bara núll samband þar. Frekar glatað að borga 50 þúsund fyrir nettengingu sem sucks donkeyballs.

Í gær komu Jen og Aisling í heimsókn til mín. Við fengum okkur nokkra bjóra og ákváðum klukkan hálf tólf að prófa að rölta á pöbb. Þegar við vorum loksins komnar á Gilberts & Wright þá var síðasta round á drykkjum. Ekkert annað var opið í Dún Laoghaire né Blackrock svo við ákváðum bara að splæsa í taxa niðrí miðbæ. Stefnan var tekin á Coppers og skemmtum við okkur heldur betur vel þar. Jen var alltaf að hella í mig Tequila rose skotum á milli þess sem við drukkum brewskies. Eftir mjög skemmtilegt kvöld og spjall við random fólk fórum ég og Aisling á Subway að fá okkur að éta. Á leiðinni á Subs rákumst við á heimilislaust kærustupar og fórum að spjalla við þau. Þau voru greinilega á einhverju mjög sterku því það var hræðilegt að tala við þau og horfa á þau. Stelpan sagði svo að hún væri ólétt sem gerði þetta ennþá hræðilegra. Ég, alltaf að reyna að vera spekileg og koma með heilræði, hélt áfram að segja gaurnum að tala við pabba sinn. Eða eins og Aisling hafði eftir mér "go to your father". Við hlógum heldur betur að þessu morguninn eftir.
Nokkrum evrum fátækari, fórum við heim og kúrðum í risarúminu mínu. Dagurinn í dag var svo timburríkur en fyndinn þegar við Aisling rifjuðum upp kvöldtaktana hjá okkur.

Í dag fékk ég pakka frá Íslandi. Mikið rosalega er gaman að fá pakka eða bréf eða eitthvað í pósti. Maður þyrfti að fara að gera það oftar að senda bréf á milli, það er svo gaman. Ég fékk semsagt pakka frá ömmu og afa. En hún elskulega amma hafði sent mer nokkur viskustykki og tuskur sem hún var búin að hekla með fallegu mynstri á. Leyndist svo ekki Siríus súkklaði með rúsínum inn á milli. Já amma þekkir svo sannarlega barnabarnið sitt.

Ég verð víst svo að finna mér búning fyrir sunnudagskvöldið. Ég held ég ætli bara að vera ófrumleg og setja á mig Lady Gaga málningu og fara bara í einhvern kjól. Því miður á ég ekki það mikinn pening að ég hafi efni á að eyða í eitthvað Halloween thingmajigg. Sem er leiðinlegt því mér þykir fátt skemmtilegra en búningapartý og legg vanalega mikið í mína búninga og förðun. En einhverju verður maður að fórna.

Ef einhver vill senda mér skemmtileg bréf eða súkkulaði þá er heimilisfangið mitt:

12 Trafalgar Terrace
Monsktown
Co. Dublin
Ireland

|

föstudagur, október 22, 2010

Fullers Earth

22.10.10 Föstudagur

Ég sit í rútu á leiðinni til Cork þar sem Jane á heima. Þar munum við svo sannarlega eiga ánægjulega helgi, en það er Jazzfestival í gangi þessa helgina sem er snilld því djazz er ljúft. Ekki skemmir það heldur að hafa smá bjór á kantinum. Það er samt svo slæmur gaur sem situr hliðina á mér. Hann er spikfeitur, ógeðslega sveittur og lyktar eins og gamall ostur og úldnir sokkar. Ég kemst varla fyrir í sætinu mínu því hann er svo stór. Fml.

Ég fór í fyrsta prófið mitt á þriðjudaginn, sem var reyndar nokkurskonar "æfingarpróf". Bara til að sýna okkur hvernig prófin verða uppsett etc. Mér gekk mjög vel í prófinu og fékk einkunnina 9.2 eða 92% og var næst hæst í bekknum. Í dag var svo "alvöru" prófið. Þegar við vorum allar búnar fór kennarinn með okkur yfir prófið og við ræddum smáatriði og annað. Svo fór hún að tala um hvað það væri mikilvægt að læra á hverjum degi, etc og allt í einu sagði hún: "Heidi, how long do you usually study after school?" Ég svaraði að 1-1/2 klukkutími færi í lærdóm á kvöldin og þá spurði hún mig hvað ég lærði mikið um helgar - ég sagði að það væri misjafnt en helgina fyrir prófið hefði ég nýtt í að læra ágætlega mikið. Þá sagði hún: "English is her second language girls and she got a 91% on the test, let's all clap for her." Þá fékk ég semsagt 9.1 á prófinu í dag og hún ákvað að láta allan bekkinn vita af því og klappa fyrir mér. Þetta var mjög vandræðalegt og ég roðnaði en ég gat ekki annað en brosað yfir þessu og gleðjast. Ég var sumsé hæst í bekknum og næsta hæsta einkunnin var 8.2.

Næsta vika verður hálf einmannaleg þar sem við byrjuðum midterm break í dag og Jane ætlar að fara til systur sinanr á sunnudaginn. Sem þýðir að ég verð ein frá mánudegi til laugardags næstu helgi. En ég nýti vikuna þá bara í lærdóm og skipulag á möppunni minni. Hver veit svo nema netið verði komið, HAH.

Á sunnudagin eftir viku er svo Halloween og planið er að hittast heima hjá okkur, borða saman, drekka og fara í bæinn - í búningum. Við erum semsagt búnar að bondast nokkrar í skólanum - ég, Jane, Aisling, Amy, Camilla og Jen. Aisling var einstaklega spennt fyrir þessu, hún var það spennt að hún labbaði á staur. Ég dó pínulítið úr hlátri. Þær eru yndislegar þessar stelpur.

Svo vantar mig módel um jólin, ég þarf að safna 30 verklegum klukkustundum. Vantar sjálfboðaliða í: förðun, bikinívax, undirhendur vax, vax á fótum, hand- og fótsnyrtingu, andlitsnudd...og fleira.

Ást og umhyggja til Íslands.

|

16. október

Þá er tvær og hálf vika liðin síðan ég kom til Dublin. Hlutirnir eru ekki beint búnir að ganga mjúklega síðan ég kom hingað, en þá ber helst að nefna internetið. Leigjandinn okkar er algjör beygla sem talar útum rassgatið á sér, fuckin' cunt.

Svo er central heating í íbúðinni okkar sem þýðir basically það að við verðum að stilla hvenær við viljum fá hita og heitt vatn og við megum náttúrlega ekki hafa það sígangandi því þá verður það alltof dýrt fyrir okkur. Semsagt, það er skítkalt alltaf í íbúðinni. Á hverjum morgni þegar ég vakna og klæði mig í skólabúninginn þá er ég að frjósa úr kulda. Ef það er eitthvað sem er óþægilegt þá er það að vera alltaf skítkalt á morgnana. Síðan ég kom hingað hef ég ekki sofið í öðru en náttbuxum, sokkum og mikkamús peysunni minni. Þegar ég er heima er ég vanalega að stikna úr hita og sef á stuttbuxum eða nærbrókinni.

Sturtan er samkynhneigð as hell. Við þurfum semsagt að stilla hvenær við viljum fá heitt vatn og ef við viljum fara í sturtu ekki á þeim tíma sem við höfum stillt í kerfið þá þurfum við að kveikja á the emershian, sem kostar. Og auðvitað tekur sinn tíma að hita vatnið og við erum búnar að fara í nokkrar sturtur sem eru annað hvort alltof kaldar eða sjóðandi heitar. Heimska sturta.

Svo þegar maður er að skrúfa frá heitu vatni eða kalda vatninu á baðherberginu þá fer alltaf eitthvað tæki í gang sem gefur frá sér þvílíkt leiðinlegt og hávært hljóð. Þetta tæki, samkvæmt Caroline (leigjandanum), gefur vatninu meiri kraft. Sem er ekkert nema donkeyballs því sturtan er svo sannarlega ekki kröftug.

Eins og ég sagði fyrr þá eru hlutirnir ekki beint búnir að ganga mjúklega hjá mér. Á fimmtudaginn ákváðum við nokkrar úr skólanum að kíkka á pub eftir skóla. Ég ákvað því að grípa tölvuna með mér í skólann og nýta tækifærið til að fara á netið (því jú ég er internetlaus). Svo eftir skóla fórum við á pub og ég fór eitthvað örlítið í tölvuna, gekk svo frá henni og blandaði geði. Svo opnaði ég tölvuna aftur og tók til nokkrar myndir á google frá Íslandi til að sýna stelpunum því það var búin að vera heit umræða um landið og hvort þær myndu koma þangað eftir útskrift. Þá var ég tilbúin með nokkrar myndir uppi en sá svo að netkortið var að verða búið og ætlaði að fara á barinn og fá annað. Þá studdi ég mig við borðið þegar ég ætlaði að standa upp, gerði mér ekki grein fyrir hversu valt það var og hálft bjórglas sem var á borðinu flaug yfir tölvuna mína. Hún slökkti á sér samstundis. Mig sortnaði fyrir augun og ég panicaði. Tveir gaurar af barnum komu hlaupandi með tissjú og sögðu mér að þurrka hana í þurrkaranum inná baðherbergi. Ég gerði það. Fór með tölvuna heim og setti hana á ofninn og vonaðist til að hún yrði í lagi. Þetta er orðin svo leiðinleg frásögn að ég ætla að hlaupa aðeins áfram…mikið panic, hringdi í Hall bróður, prófaði nokkrum sinnum að kveikja á henni og á endanum kviknaði á henni og ég get notað hana ef hún er í sambandi, svo virðist sem batteríið sé ónýt. Hvort ég þurfi að fá nýja tölvu er spurning, þegar þessi gefur upp öndina.

Ég eyddi föstudeginum grenjandi uppí rúmi að tala ýmist við mömmu eða Hall í símann. Mér fannst eins og það væri gat á maganum mínum. Ég var svo pirruð út í sjálfa mig og trúði ekki hvað allt er búið að vera mikið fuck up síðan ég kom hingað. Ég var með gríðarlegan heimþrá, mig langaði bara að komast heim í faðminn á mömmu og grenja. Þetta er bara svo ótrúlega týpískt fyrir mig. Ég á ekki að eiga dót, í alvörunni. Mér tekst bara að eyðileggja það á einn hátt eða annan. Eyðileggja eða týna. Held ég sé í alvörunni ein af óheppnustu manneskjum í heiminum.

Svo til að toppa þetta, þá fór Jane til systur sinnar yfir helgina og allar hinar stelpurnar í skólanum fóru heim til sín líka. Sem þýðir að ég er alein alla helgina, með heimþrá og miður mín yfir tölvu atvikinu, svo og að internetið er ekki komið.

Ég var búin að hugsa mér allt saman miklu skemmtilegra. Því miður hefur bara lítið skemmtilegt átt sér stað síðan ég kom. Það eina skemmtilega er skólinn, svona í alvörunni. Mér gengur mjög vel í verklega hlutanum og alltaf þegar kennarinn labbar til mín til að sjá hvað ég er að gera og hvort ég sé að gera rétt þá hefur hún alltaf hrósað mér. Eins og í gær þá vorum við að gera manicures og ég er mjög skjálfhent en engu að síður negldi ég að naglalakka með rauðu naglalakki, en þær voru nokkrar sem áttu í miklum erfiðleikum með að naglalakka.

En svona í alvörunni. Hvers þarf ég að gjalda? Af hverju gat ég ekki lent á íbúð þar sem allt er ekki fornt, internetið hefði verið til staðar í byrjun og ég þyrfti ekki að borga 50 þúsund í internet fyrir veturinn, og tölvan hefði ekki skemmst. Þetta er þessi kona. Hún er djöfullinn í mannsmynd. El diablo.

Rosalega er ég samt með mikinn heimþrá. Minnir mig pínu á þegar ég var á Búrfelli eitt skiptið og Ragnhildur frænka mín var farin heim aftur og ég var bara ein eftir. Þá fékk ég svona ótrúlegan heimþrá og grenjaði bara og vildi fara heim.

Ég sakna rúmsins míns og hitans í Ránargötunni. Sturtunnar heima, hitastigið er fullkomið og hún er kröftug. Ég sakna mömmulis og pabbalis og Halls. Verður leiðinlegt að geta ekki sett upp seríur með pabba og baka smákökur með mömmu. Vonandi geyma þau einhver verkefni þar til ég kem, eins og t.d. laufabrauðið. Þótt okkur systkinunum finnist þetta hundleiðinlegt þá er þetta bara eitthvað sem fylgir jólunum.

Þetta verður samt betra. Bara þegar hlutirnir fara svona vitlaust af stað, þá verður maður svo niðurdreginn og svartsýnn. En ég sé fram á skemmtilega helgi næst með Jane í heimabæ hennar Cork. Jazzfestival. Svo helgina eftir það er Halloween og við stelpurnar í skólanum ætlum að gera eitthvað saman. Internetið ætti svo að vera komið á þriðjudaginn ef allt gengur upp, en ég veit ekki hve oft ég er búin að segja það síðan ég kom. Ég held ég sé farin að læra að hætta að gera mér vonir, sem er gott þar sem ég geri mér alltaf vonir.

Fyrsta prófið er svo á þriðjudaginn. Hef bara ágæta tilfinningu fyrir því. Mikið samt sem þarf að leggja á minnið og mig vantar aðeins upp á orðaforðann, kemst náttúrlega ekki á orðabókina mína þar sem ég er ekki með internetið.

Bless bless kæra dagbók

|